Birkir Bjarnason leikmaður B-deildarliðs Pescara á Ítalíu skoraði eitt mark fyrir liðið sem vann Trapani 4:2 á útivelli í gær.
Birkir skoraði fjórða og síðasta mark Pescara á 60. mínútu og innsiglaði hann því sigur gestanna en markið var hans annað á leiktíðinni í deildinni.
Pescara er í 7. sæti deildarinnar með 31 stig en Trapani hefur 30 í 10. sætinu og ljóst að sigurinn var geysilega mikilvægur í baráttunni í efri hluta deildarinnar. Pescara er nú aðeins þremur stigum frá 2. sætinu og liðin í sætum þrjú til átta fara í umspil um eitt sæti í A-deildinni.