Hjörtur á leið í aðgerð

Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. Golli@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Hjörtur Hermannsson sem leikur með PSV Eindhoven í Hollandi mun ekki spila með liðinu meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Hjörtur glímir við meiðsli í mjöðm og mun fara í aðgerð í Svíþjóð en þetta kom fram í frétt vefútgáfu hollenska blaðsins Eindhovens Dagblad í gær.

Hjörtur, sem gekk til liðs við PSV frá Fylki sumarið 2012, hefur spilað 43 leiki fyrir B-lið PSV í næstefstu deild í Hollandi og verið í hóp aðalliðsins í nokkur skipti í vetur.

Hjörtur, sem er nýorðinn tvítugur, er lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem leikur í undankeppni EM í júní næstkomandi en fyrsti leikurinn er gegn Makedóníu þann 11. júní og óvíst er hvort Hjörtur muni taka þátt í því verkefni.

Hjörtur Hermannsson í leik með íslenska U21 árs liðinu gegn …
Hjörtur Hermannsson í leik með íslenska U21 árs liðinu gegn Dönum í fyrra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert