Landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Jiangsu Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag þegar liðið sigraði Guizhou Renhe 2:0.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Sölvi Geir hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli í nára og vildu þjálfarar liðsins ekki taka þá áhættu að láta hann spila. Hann á hins vegar að vera búinn að ná sér af meiðslunum.
Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn í liði Jiangsu Sainty en liðið hefur nú þrjú stig eftir tvær umferðir í kínversku deildinni.