Ragnar og félagar koma enn á óvart

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. mbl.is/Ómar

Ragnar Sigurðsson og félagar í liðinu Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu héldu frábæru gengi sínu áfram með öruggum 3:0 útisigri á Arsenal Tula í dag. Ragnar spilaði allan leikinn.

Félagið er á mikilli uppleið en það var stofnað fyrir 7 árum síðan og lenti í 5. sæti á síðasta tímabili. Nú eru þeir í 2. sæti rússnesku deildarinnar með 54 stig þegar 8 leikir eru til stefnu, 4 stigum fyrir ofan stórliðið CSKA Moskvu og aðeins 6 stigum á eftir Zenit St. Pétursborg sem eru í efsta sæti. Liðið í öðru sæti í Rússlandi kemst í umspil um sæti í Meistaradeildinni og yrði það frábær árangur fyrir Krasnodar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert