Messi lék sér að Bilbao (myndskeið)

Lionel Messi fagnar fyrsta marki leiksins.
Lionel Messi fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

Barcelona er búið að skora tvö stórglæsileg mörk gegn Athletic Bilbao í úrslitaleiknum um spænska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu.

Staðan var 2:0 þegar flautað var til hálfleiks. Lionel Messi skoraði fyrra markið eftir að hafa leikið á þrjá varnarmenn úti á hægri kanti, og svo á þann fjórða í vítateignum. Seinna markið skoraði Neymar eftir að Börsungar sundurspiluðu vörn Bilbao eins vel og hugsast getur. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka