Jónatan Ingi samdi við AZ Alkmaar

Jónatan Ingi með treyju AZ Alkmaar.
Jónatan Ingi með treyju AZ Alkmaar. Ljósmynd/az.nl

Jónatan Ingi Jónsson 16 ára gamall unglingalandsliðsmaður úr FH er búinn að skrifa undir samning við hollenska knattspyrnuliði AZ Alkmaar.

Samningur Jónatans gildir til ársins 2018 en AZ Alkmaar hefur góða reynslu af Íslendingum. Aron Jóhannsson landsliðsmaður Bandaríkjanna er á mála hjá liðinu og þá léku landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Grétar Rafn Steinsson með því. Þá eru tveir aðrir ungir Íslendingar sem spila með unglingaliðinu eins og Jónatan Ingi kemur til með að gera til að byrja með en það eru þeir Viktor Einarsson og Alexander Sigurðarson, sem fékk að spreyta sig með aðalliðinu í gær þegar það burstaði AFC’34, í æfingaleik, 8:1.

„Ég er mjög ánægður hérna og það var alltaf draumur minn að skrifa undir samning við félagið. Ég er sannfærður um þetta er rétta næsta skrefið á mínum ferli,“ segir Jónatan Ingi á vef AZ Alkmaar en hann er örvættur sem spilað hefur með U16 og U17 ára landsliðum Íslands. Hann hefur verið í leikmannahópi FH í Pepsi-deildinni í sumar en ekki fengið tækifæri.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert