Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var á sínum stað í vörn Krasnodar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við UFA í 11. umferð efstu deildar í Rússlandi í dag. Ragnar spilaði allan leikinn í liði Krasnodar.
Semen Fomin kom yfir á 49. mínútu leiksins og Pavel Mamayev jafnaði svo metin fyrir Krasnodar tveimur mínútum síðar.
Krasnodar er með 14 stig eftir 11 umferðir í deildinni og situr í níunda sæti deildarinnar.
Emmanuel Frimpong, fyrrverandi leikmaður Arsenal og fleiri enskra liða, fékk tvö gul spjöld og þar með rautt á 84. mínútu leiksins.