Þjálfari Avaldsnes rekinn

Hólmfríður Magnúsdóttir skorar í landsleiknum við Hvít-Rússa á dögunum.
Hólmfríður Magnúsdóttir skorar í landsleiknum við Hvít-Rússa á dögunum. mbl.is/Golli

Norska knattspyrnufélagið Avaldsnes, sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með, sagði í dag þjálfaranum Tom Nordlie upp störfum.

Undir stjórn Nordlie, sem tók við liðinu eftir síðasta tímabil, er Avaldsnes í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en liðið er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar fyrir síðustu fjórar umferðirnar og með fjögurra stiga forskot á næsta lið, og þá er það komið í úrslitaleik bikarkeppninnar sem fer fram í nóvember.

Aðstoðarþjálfarinn Frank Berntzen stýrir liðinu væntanlega á lokaspretti tímabilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert