Benzema handtekinn

Karim Benzema.
Karim Benzema. AFP

Franski landsliðsmaðurinn Karim Benzema leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid var handtekinn í morgun að því er AFP fréttastofan greinir frá.

Benzema er sakaður um fjárkúgun tengdu kynlífmyndbandi af franska landsliðsmanninum Mathieu Valbuena. Benzema var færður á lögreglustöð í Versailles nálægt París og er þar í gæsluvarðhaldi.

Í síðasta mánuði var Dji­bril Cis­sé, fyrr­um leikmaður Li­verpool, handtekinn ásamt þrem­ur öðrum í tengls­um við ásak­an­ir Mat­hieu Val­bu­ena um að fjór­menn­ing­arn­ir myndu birta kyn­lífs­mynd­band með landsliðsmann­in­um. Fjór­menn­ing­arn­ir ætluðu að nota mynd­bandið gegn Val­bu­ena og hótuðu að birta það myndi kapp­inn ekki borga þeim ákveðið lausn­ar­gjald.

 Cissé hótaði að birta kynlífmyndband

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert