Ari Freyr í liði umferðarinnar

Ari Freyr Skúlason í baráttu við Tomás Rosický.
Ari Freyr Skúlason í baráttu við Tomás Rosický. mbl.is / Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason, leikmaður OB í Danmörku, er í liði vikunnar eftir frammistöðu sína í 15. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar um helgina hjá miðlinum tipsbladet.

Ari Freyr lagði upp sigurmark OB gegn Viborg um helgina, en OB á tvo fulltrúa í liði umferðarinnar. Rasmus Falk er þar í þriðja sinn, en þetta er í fyrsta sinn sem Ari er valinn.

OB er í áttunda sæti deildarinnar með tuttugu stig, en með félaginu leikur annar Íslendingur, Hallgrímur Jónasson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert