Íris þjálfar hjá Lilleström

Íris Bjðrk Eysteinsdóttir.
Íris Bjðrk Eysteinsdóttir.

Íris Björk Eysteinsdóttir hefur bæst í hóp íslenskra þjálfara hjá norska knattspyrnufélaginu Lilleström en hún hefur verið ráðin yfirþjálfari 6-12 ára barna hjá félaginu frá og með næstu áramótum.

Eiginmaður Írisar, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, er aðstoðarþjálfari karlaliðs Lilleström en aðalþjálfari þar er Rúnar Kristinsson.

Meðal leikmanna karlaliðs Lilleström eru Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson og Guðbjörg Gunnarsdóttir er markvörður kvennaliðs félagsins sem á dögunum varð norskur meistari.

Íris lék með meistaraflokksliðum Vals og Þróttar í samtals sautján ár og var þjálfari Þróttarliðsins um þriggja ára skeið. Þá spilaði hún með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999-2000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert