Valbuena réttir fram sáttarhönd

Mathieu Valbuena í leik með félagsliði sínu Lyon.
Mathieu Valbuena í leik með félagsliði sínu Lyon. AFP

Didier Domat, lögmaður franska knattspyrnumannsins Mathieu Valbuena, segir skjólstæðing sinn vera reiðubúinn að leika með franska landsliðinu, óháð því hvort Karim Benzema sé í leikmannahópnum eður ei. 

Benzema liggur undir grun um að hafa veitt vini sínum aðstoð við tilraun tilraun til þess að kúga fé úr hendi Valbuena, en téður vinur Benzema kveður sig hafa aðgang að myndskeiði sem sýnir Valbuena í kynlífsathöfnum.

Valbuena og Benzema sem báðir hafa verið fastamenn í franska landsliðinu á undanförnum árum voru hvorugir í leikmannhópi franska liðsins þegar liðið lék vináttulandsleiki við Þjóðverja og Englendinga í síðustu viku.

„Mathieu hefur áhuga á að snúa aftur í landsliðið og er tilbúinn að spila með hverjum sem er,”

„Hann hefur vit á því að setja persónuleg mál að baki sér og setja hagsmuni franska landsliðsins í forgang. Hann er mjög rólegur yfir þessu,” segir Dimot.

„Það er ekki vilji Valbuena að skaða franska landsliðið eða franskan fótbolta,”

„Hann er einungis að berjast fyrir rétti sínum og bera hönd fyrir höfði sér gagnvart þessum glæp. Við skulum ekki gleyma því að hann er fórnarlamb í þessu máli,” sagði lögmaðurinn enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert