María Þórisdóttir hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Avaldsnes og hefur skrifað undir nýjan samning við Klopp til tveggja ára og með möguleika á framlengingu til eins ár en þjálfari liðsins er Hafnfirðingurinn Jón Páll Pálmason.
„Þótt tilboðið frá Avaldnes hafi verið betra fjárhagslega séð þá þakka ég Klopp fyrir framþróun mína og því verð ég hjá liðinu næstu tvö árin,“ sagði María í viðtali við norska blaðið Stavanger Aftenblad.
María, sem er 22 ára gömul og er dóttir Þóris Hergeirssonar þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik, lék sína fyrstu A-landsleiki með Noregi á þessu ári og lék á HM í sumar.