Pedersen samdi til þriggja ára

Patrick Pedersen handsalar samninginn við Viking.
Patrick Pedersen handsalar samninginn við Viking. Ljósmynd/viking-fk.no

Danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliði Viking að undangenginni læknisskoðun.

Pedersen kemur til Viking frá Val en á dögunum náðu félögin samkomulagi um kaupverðið sem er talið vera um 20 milljónir króna.

Pedersen, sem er 24 ára gamall, varð markakóngur Pepsi-deildarinnar í ár með 13 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert