Mega kaupa miða á leiki

Sepp Blatter á fréttamannafundinum sem hann hélt í Zürich í …
Sepp Blatter á fréttamannafundinum sem hann hélt í Zürich í dag. AFP

Sepp Blatter og Michel Platini mega mæta á fótboltaleiki þrátt fyrir átta ára bann siðanefndar FIFA þeim til handa. Þeir verða hinsvegar að borga aðgangseyri eins og aðrir áhorfendur.

Þetta hefur Sky Sports eftir heimildarmanni úr röðum FIFA. „Þeir geta farið á leikina en aðeins sem þeir sjálfir, ekki sem opinberar persónur. Þeir geta keypt venjulega miða. Þeir geta ekki þegið boð um að vera á VIP-svæðunum og mega heldur ekki vinna fyrir sjónvarpsstöðvar sem álitsgjafar," segir heimildarmaður Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka