Platini áfrýjar til CAS og víðar

Michel Platini.
Michel Platini. AFP

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands UEFA, ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, þeim úrskurði siðanefndar FIFA að setja hann í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Platini var að senda frá sér yfirlýsingu sem birt var á AFP og lýsti þar ákvörðuninni sem aðför að sér í þeim tilgangi að sverta nafn hans.

„Ásamt því að fara með málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn er ég ákveðinn í því að fara með málið fyrir borgaralega dómstóla og fá þar leiðréttingu á öllum þeim persónulegu ávirðingum sem ég hef orðið fyrir undanfarnar vikur," sagði Platini, og kvaðst vera með algjörlega hreina samvisku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka