UEFA styður Platini

Michel Platini, forseti UEFA.
Michel Platini, forseti UEFA. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á þeim úrskurði siðanefndar FIFA að setja forseta sambandsins, Michel Platini, í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu, ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA.

Platini var talinn líklegur eftirmaður Blatters sem forseti FIFA og hafði tilkynnt um framboð sitt en útlit er fyrir að ekkert verði af því vegna málsins, en þar var til rannsóknar greiðsla frá FIFA til Platini. 

„UEFA hefur móttekið ákvörðun siðanefndar FIFA um að setja Michel Platini í átta ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. UEFA er að sjálfsögðu afar vonsvikið með þessa niðurstöðu en það er hinsvegar hægt að áfrýja henni. UEFA mun sem fyrr styðja það að Michel Platini fái rétta málsmeðferð og tækifæri til að hreinsa nafn sitt," segir í yfirlýsingunni.

Ekkert hefur komið frá Platini sjálfum um málið. Fréttaskýrendur telja fullvíst að hann muni áfrýja úrskurðinum, en ekki til áfrýjunardómstóls FIFA heldur beint til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka