Ragnar vill yfirgefa Rússa

Ragnar Sigurðsson er heima í jólafríi þessa dagana en fer …
Ragnar Sigurðsson er heima í jólafríi þessa dagana en fer síðan með íslenska landsliðinu í vináttulandsleikina í Dubai í janúar. Þar hittir hann síðan liðsfélaga sína í Krasnodar sem verða í æfingabúðum á sömu slóðum. mbl.is/RAX

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson, sem hefur spilað stórt hlutverk í ævintýralegu gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu, vill róa á önnur mið og yfirgefa rússneska úrvalsdeildarliðið Krasnodar.

„Ég er að verða þrítugur svo ég lít á EM sem mitt síðasta tækifæri. Glugginn á EM verður stór en þá þarf maður að vera heill, liðið að spila vel og maður sjálfur líka. Ég er búinn að tjá forráðamönnum Krasnodar að ég vilji fara. Það eru ákveðnir hlutir þarna sem ég er ekki ánægður með en ég vil ekki ræða um það á þessu stigi. Það er ekki það að félagið hafi ekki staðið í skilum og borgi ekki á réttum tíma. Það er vel hugsað um okkur leikmennina og mér líkar vel við allt fólkið þarna. En staðan er sú að ég vil fara en vandamálið er það að félagið má ekki kaupa leikmenn sem stendur vegna þess að það hefur ekki náð að fylgja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. Það má selja mig og getur þá keypt leikmann fyrir þann pening. Krasnodar vill því ekki sleppa mér neitt ódýrt. Ég vonast eftir því að halda mínu sæti í landsliðinu, spila vel á EM og eiga þar með möguleika á að verða keyptur. Draumastaðurinn er England,“ sagði Ragnar en ítarlegt viðtal við hann er á bls.4.

Spurður hvert draumaliðið sé þá að spila fyrir á Englandi vefst ekki fyrir miðverðinum sterka að svara: ,,Liverpool. Ég held eiginlega ekki með neinu liði í dag en þegar ég var yngri var Liverpool mitt lið og það var líka liðið þeirra pabba og Bjössa bróður. Maður skal aldrei segja aldrei. Það er kannski fjarlægur draumur að spila á Englandi en ef ég næ ekki að uppfylla þann draum þá fer ég ekkert að grenja. Það er alltaf gaman að setja sér markmið.“ 4

Sjá ítarlegt viðtal við Ragnar á baksíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert