Platini hættur við forsetaframboð

Michel Platini.
Michel Platini. AFP

Michel Platini, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, tilkynnti nú rétt í þessu að hann muni ekki sækjast eftir embætti forseta FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. AP fréttastofan greinir frá þessu.

Platini var í síðasta mánuði dæmdur í átta ára bann af afskiptum af knattspyrnu vegna þeirra hneykslismála sem tröllriðið hafa knattspyrnuheiminum, en áfrýjaði banninu. Hann hafði áður gefið út að hann myndi bjóða sig fram til forseta FIFA, en kosið verður um eftirmann Sepp Blatters í næsta mánuði.

Blatter var sömuleiðis dæmdur í átta ára bann í síðasta mánuði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka