„Það hefur verið svona eitt og annað í gangi en ég hef ekki viljað stökkva á það. Ég hafnaði til að mynda tveimur tilboðum, öðru frá liði í Asíu og hinu frá liði í Evrópu, sem mér fannst ekki vera á nógu háu stigi,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Ég vil ekki fara hvert sem er. Ég þarf að vanda valið. Ég býst við að fara með landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðarins og svo vonast ég til að geta klárað mín mál í kjölfarið. Það má ekki dragast miklu lengur að finna sér lið en ef maður horfir til Skandinavíu þá eru liðin bara að fara af stað hvort sem ég spila þar eða á meginlandi Evrópu,“ sagði Eiður Smári, sem ætlar sér svo sannarlega að komast í landsliðshópinn sem leikur á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.
Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.