Emil Hallfreðsson gengst undir læknisskoðun hjá Udinese nú í morgunsárið og ef ekkert óvænt kemur upp á mun hann í kjölfarið skrifa undir samning við félagið sem gildir til sumarsins 2018.
Emil hefur spilað með öðru ítölsku A-deildarliði, Hellas Verona, síðustu ár og hafði ekki í hyggju að skipta um félag nú í janúar. Áhugi Udinese var hins vegar mikill og samkvæmt ítölskum miðlum greiðir félagið Hellas Verona eina milljón evra, jafnvirði um 142 milljóna króna, fyrir þennan 32 ára gamla íslenska landsliðsmann í knattspyrnu.
„Þetta er búið að gerast allt ótrúlega hratt, en ég hef þó vitað af áhuga Udinese í svolítinn tíma. Það var ekkert á áætlun að færa sig um set núna,“ segir Emil í Morgunblaðinu í dag.
Sjá viðtal við Emil í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.