Ali vill frestun á forsetakjörinu

Ali bin al Hussein.
Ali bin al Hussein. AFP

Lögmenn jórdanska prinsins Ali bin al Hussein hafa farið fram á það við Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, að hann láti fresta forsetakosningum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem fram á að fara á föstudaginn en  breskir fjölmiðlar skýra frá þessu í dag.

Ali hafði áður óskað eftir því að kjörklefarnir yrðu gagnsæir en en því var hafnað. BBC og Sky hafa greint  frá því að hann sé ósáttur með tilhögun kjörsins. Hvorki Ali né CAS hafa svarað fjölmiðlum vegna málsins til þessa.

Ali er einn af fimm frambjóðendum í kjörinu um eftirmann Sepps Blatters. Hinir eru Tokyo Sexwale frá Suður-Afríuk, Salman Bin Ebrahim Al Khalifa frá Barein, Jeróme Champagne frá Frakklandi og Gianni Infantino frá Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka