Dró sig út úr forsetakjörinu

Tokyo Sexwale í ræðustóli í Zürich í dag.
Tokyo Sexwale í ræðustóli í Zürich í dag. AFP

Suður-afríski kaupsýslumaðurinn Tokyo Sexwale tilkynnti á aukaþingi FIFA í Zürich rétt í þessu að hann hefði ákveðið að draga sig út úr forsetakjöri Alþjóða knattspyrnusambandsins sem hefst núna eftir hádegið.

Sexwale er einn þeirra fimm sem buðu sig fram og þá standa fjórir eftir. Það eru Salm­an bin Ebra­him al-Khalifa frá Barein, Gianni Infantino frá sviss, Jeróme Champagne frá Frakklandi og Ali bin al-Hussein frá Jórdaníu.

Ljóst var að Sexwale naut ekki mikils stuðnings meðal 207 aðildarþjóða FIFA og sýnt að hann myndi ekki blanda sér í baráttuna um forsetaembættið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka