Fylkir bar sigurorð af Selfossi í öðrum riðli Lengjubikars karla í knattspyrnu í Egilshöllinni í Grafarvogi í kvöld, 4:1.
Ragnar Bragi Sveinsson og Ingimundur Níels Óskarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Fylki, en Iván Martínez lagaði stöðuna fyrir Selfoss.
Fylkir er á toppi riðilsins með sjö stig eftir þennan sigur, en Selfoss er án stiga eftir tvo leiki.