Glæsimark Alberts - myndskeið

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/psv.nl

Albert Guðmundsson skoraði frábært mark í gær fyrir Jong PSV í 1:1 jafntefli liðsins gegn Telstar í B-deild hollensku knattspyrnunnar. Markið var hans fyrsta fyrir liðið og ekki af verri endanum.

Alfreð fékk boltann á miðjunni á 22. mínútu leiksins og tók tvisvar svokallað þríhyrningsspil við liðsfélaga sinn áður enn hann fékk boltann fyrir utan teig og þrumaði í netið. Myndskeið af markinu má sjá hér að neðan.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert