Albert Guðmundsson skoraði frábært mark í gær fyrir Jong PSV í 1:1 jafntefli liðsins gegn Telstar í B-deild hollensku knattspyrnunnar. Markið var hans fyrsta fyrir liðið og ekki af verri endanum.
Alfreð fékk boltann á miðjunni á 22. mínútu leiksins og tók tvisvar svokallað þríhyrningsspil við liðsfélaga sinn áður enn hann fékk boltann fyrir utan teig og þrumaði í netið. Myndskeið af markinu má sjá hér að neðan.
Here @snjallbert scores his 1st goal for @PSV Jong. What a goal! #TeamTotalFootball #PSV pic.twitter.com/4jej3KeLIE
— Total Football (@totalfl) March 12, 2016