Blatter áfrýjar banninu

Blatter er ósáttur.
Blatter er ósáttur. AFP

Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur áfrýjað sex ára banni frá afskiptum af knattspyrnu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss.

Blatter var upphaflega dæmdur í átta ára bann í desember sem var síðan stytt í sex ár í síðasta mánuði. Siðanefnd FIFA úrskurðaði bæði hann og Michael Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í bann.

Til skoðunar var greiðsla sem Plat­ini fékk frá FIFA árið 2011 og var skýrð sem þókn­un fyr­ir störf sem hann hafi unnið fyr­ir sam­bandið í kring­um alda­mót­in.

Í yf­ir­lýs­ingu frá siðanefnd­inni frá því í desember segir að Plat­ini hafi ekki sýnt af sér trú­verðug­leika og heiðarleika og sýnt kæru­leysi gagn­vart sinni mik­il­vægu stöðu. Útskýr­ing­ar Blatters á munn­legu sam­komu­lagi um greiðsluna hafi ekki verið sann­fær­andi og verið hafnað af nefnd­inni.

Plat­ini var sektaður um 73 þúsund evr­ur (10,4 millj­ón­ir króna) og Blatter um 47 þúsund evr­ur (rúm­ar 6,6 millj­ón­ir króna).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert