Frederik Schram samdi við Roskilde

Frederick Schram er búinn að semja við Roskilde.
Frederick Schram er búinn að semja við Roskilde. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenski knattspyrnumarkvörðurinn Frederik Schram samdi í dag við danska B-deildarliðið FC Roskilde en hann samdi út tímabilið. Hann lék sinn fyrsta leik í dag. Þetta kemur fram á bold.dk.

Frederik er uppalinn í Danmörku en á íslenska móður. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og bindur þá miklar vonir við að vera í íslenska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar.

Hann hefur verið án félags síðan danska félagið Vestsjælland var sett í greiðslustöðvun. Hann hefur nú gert samning við Roskilde út tímabilið en hann lék í 2:1 tapi gegn AC Horsens í dag þar sem Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Roskilde er í 10. sæti dönsku B-deildarinnar með 28 stig eftir 26 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert