Bannið yfir Platini mildað

Platini má ekki hafa afskipti af knattspyrnu í fjögur ár.
Platini má ekki hafa afskipti af knattspyrnu í fjögur ár. AFP

Bann yfir Michael Platini, forseta Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu, UEFA, var í dag mildað úr sex árum í fjögur ár. Upprunalega var hann dæmdur í átta ára bann­ frá af­skipt­um af fót­bolta í fyrra.

Platini mun því segja af sér sem forseti UEFA eftir þessar fréttir.

Alþjóða íþróttadómstóllinn í Sviss mildaði dóminn yfir Platini í dag í fjögur ár en sjálfur hafði Platini vonast til þess að getað hreinsað nafn sitt fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi í sumar.

Siðanefnd FIFA setti Plat­ini í bann í des­em­ber vegna greiðslu sem hann fékk frá FIFA, Alþjóða knatt­spyrnu­sam­band­inu, árið 2011 og hef­ur verið skýrð sem greiðsla vegna vinnu fyr­ir sam­bandið heil­um ára­tug áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert