Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum með liði Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Rúnar skoraði tvö af mörkum Sundsvall þegar það burstaði Östersund, 5:0, á heimavelli. Rúnar, sem lék allan tímann, hefur þar með skorað sex mörk í deildinni á tímabilinu. Kristinn Steindórsson lék fyrstu 65 mínúturnar fyrir Sundsvall, sem er í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig eftir 11 leiki.