Belgar reka Wilmots

Marc Wilmots var rekinn úr starfi í dag.
Marc Wilmots var rekinn úr starfi í dag. AFP

Belgíska knattspyrnusambandið rak í dag landsliðsþjálfara karlalandsliðsins, Marc Wilmots, úr starfi en liðið olli mörgum Belgum vonbrigðum á mótinu.

Wilmots stýrði stjörnum prýddu liði Belga á EM í Frakklandi í sumar en liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum gegn Wales, 3:1.

Þá féll Belgía einnig úr leik í 8-liða úrslitum gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu undir stjórn Wilmots.

Wilmots hefur stýrt landsliði Belga frá árinu 2012 og var aðstoðarstjóri liðsins frá 2009. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka