Hjörtur opnaði markareikninginn

Hjörtur Hermannsson skoraði fyrir Brøndby í dag.
Hjörtur Hermannsson skoraði fyrir Brøndby í dag. Skapti Hallgrímsson

Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrsta mark sitt fyrir danska félagið Brøndby er það sigraði SønderjyskE 4:0 í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hjörtur gekk til liðs við Brøndby í sumar frá hollenska stórliðinu PSV en leikurinn í dag var þriðji leikur hans í deildinni.

Hann skoraði sitt fyrsta mark í leiðinni en það kom á 33. mínútu. Hann skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu.

Brøndby er í 2. sæti deildarinnar með 11 stig eftir fyrstu fimm leikina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert