Rúnar stýrir Lilleström áfram

Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson Ljósmynd/Ståle Linblad

Rúnar Kristinsson mun áfram stýra liði Lilleström en stjórn félagsins komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa fundað um framtíð liðsins í kvöld. 

Owe Halvorsen, stjórnarmaður Lilleström, sagði í kvöld að Rúnar myndi halda áfram með liðið um óákveðinn tíma. Hins vegar hefði verið ákveðið að sálfræðingur myndi bætast við teymið í kringum liðið. Halvorsen tók fram að stjórnarmennirnir hafi trú á Rúnari sem þjálfara liðsins. 

Samkvæmt Verdens Gang var ekki eining á stjórnarfundinum um að fara þessa leið. Norskir fjölmiðlar höfðu látið að því liggja að niðurstaða fundarins yrði sú að skipta um þjálfara en þar höfðu þeir rangt fyrir sér. 

Lilleström hefur aðeins unnið einn leik af síðustu ellefu og er nú í fallsæti. Liðið fékk á dögunum Englendinginn Gary Martin til sín frá Víkingi en Rúnar þjálfaði hann áður hjá KR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert