England vann dramatískan sigur á Slóvakíu í fyrsta leik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi eftir tvö ár.
England vann 1:0 en Adam Lallana, leikmaður Liverpool, skoraði eina mark leiksins þegar rúmar fjórar mínútur voru komnir fram yfir venjulegan leiktíma í seinni hálfleik.
Áður hafði Martin Skrtel, varnarmaður Slóvaka, verið rekinn af leikvelli í upphafi seinni hálfleiks en hann fékk tvö gul spjöld. Þetta var fyrsti leikur Englands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Sam Allardyce.
Liðin eru í F-riðli en í sama riðli gerðu Litháen og Slóvenía 2:2-jafntefli.
Tveir leikir fóru fram í E-riðli. Danmörk sigraði Armeníu, 1:0, á heimavelli. Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Kasakstan og Pólland gerðu 2:2-jafntefli.
Aserbadjan sigraði San Marino, 1:0 á útivelli, í eina leiknum sem er búinn í C-riðli.