Mandzukic í ham gegn Kósóvó

Mario Mandzukic fagnar í kvöld. Hann gerði þrennu fyrir Króatíu.
Mario Mandzukic fagnar í kvöld. Hann gerði þrennu fyrir Króatíu. AFP

Karlalandslið Króatíu sigraði Kósóvó 6:0 í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Þá gerðu Úkraína og Tyrkland jafntefli. Liðin leika með Íslandi og Finnlandi í riðli.

Króatar áttu ekki í vandræðum með Kósóvo, sem er að leika í sinni fyrstu undankeppni, sem sjálfstætt ríki. Mario Mandzukic, framherji Juventus á Ítalíu, var ekki að gefa neinn afslátt í kvöld en hann skoraði þrennu auk þess sem Matej Mitrovic, Nikola Kalinic og Ivan Perisic skoruðu þá allir.

Úkraína og Tyrkland skildu jöfn 2:2. Andriy Yarmolenko kom Úkraínu yfir með marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu áður en Artem Kravets bætti við öðru þremur mínútum síðar. Ozan Turfan minnkaði muninn fyrir Tyrkland. Það var svo Hakan Calhanoglu sem jafnaði metin úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

Þetta þýðir það að Króatía er í efsta sæti með 4 stig ásamt Íslandi. Úkraína og Tyrkland eru með 2 stig. Finnland og Kósóvó eru með 1 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert