Mátti ekki spila gegn Íslandi

Roman Eremenko skorar fyrir CSKA Moskva gegn Bayer Leverkusen í …
Roman Eremenko skorar fyrir CSKA Moskva gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu. AFP

Roman Eremenko, einn besti og reyndasti leikmaður Finna, fékk ekki að spila með þeim gegn Íslandi í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld.

Nokkrum tímum fyrir leik fékk finnska knattspyrnusambandið tilkynningu frá UEFA um að Eremenko væri kominn í þrjátíu daga bann, samkvæmt úrskurði aganefndar UEFA.

Hann fær því ekki heldur að spila með Finnum þegar þeir taka á móti Króatíu í Tampere á sunnudaginn.

CSKA Moskva, félag Eremenko, mun skýra málið betur á morgun, föstudag, samkvæmt frétt í Österbottens Tidning í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert