Anna og félagar sluppu við fall

Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk …
Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir fagna marki Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM 2017. Eggert Jóhannesson

Anna Björk Kristjánsdóttir og félagar hennar hjá Örebro eru sloppnar úr þeirri fallbaráttu sem liðið hefur staðið í á yfirstandandi leiktið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 3:0 tap liðsins gegn Glódísi Perlu Viggósdóttur og félögum hennar hjá Eskilstuna.   

Örebro er sjö stigum frá fallsæti fyrir lokaumferð deildarinnar, en Eskilstuna er aftur á móti í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig og er 21 stigi frá Linköping sem er nú þegar orðið sænskur meistari. 

Glódís lék allan leikinn í vörn Eskilstuna og Anna Björk fyrstu 85 mínúturnar í vörn Örebro.

Kristianstad sem leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur gerði 2:2 jafntefli við Kvarnsveden í dag, en Sif Atladóttir lék allan tímann fyrir Kristianstad. Lið þeirra er í harðri fallbaráttu, en liðið er einu stigi á undan Mallbacken og tveimur stigum á undan Umeå fyrir lokaumferðina þar sem Kristianstad og Umeå mætast í hreinum úrslitaleik á meðan Mallbacken heimsækir Rosengård.

Linköping er þegar orðið sænskur meistari og er tíu stigum á undan Rosengård fyrir lokaumferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert