Geri vonandi betur en síðast

Samir Ujkani.
Samir Ujkani. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Kósóvó.

Samir Ujkani, fyrirliði og markvörður Kósóvó, þekkir ef til vill betur en liðsfélagar hans til íslenska liðsins sem Kósóvó mætir annað kvöld í undankeppni HM í knattspyrnu.

Ujkani, sem ver mark Pisa í ítölsku B-deildinni í vetur, var nefnilega í landsliði Albaníu þegar það mætti Íslandi í síðustu HM-undankeppni, í Tirana haustið 2012.

Ísland átti aðeins tvær marktilraunir sem hittu á rammann í þeim leik, en báðar fóru inn í 2:1-sigri. Birkir Bjarnason skoraði með skalla af stuttu færi og Gylfi Þór Sigurðsson beint úr aukaspyrnu, í stöng og inn.

„Ég mætti Íslandi síðast í treyju Albaníu en ég vona að ég nái mér betur á strik á föstudaginn og að við náum góðum úrslitum,“ sagði Ujkani við Super Sport í Albaníu.

„Ísland er sterkur andstæðingur en við horfum á okkar leik. Það getur ýmislegt óvænt gerst í fótbolta. Ísland er með mjög sterkt lið leikmanna sem þekkja hver annan, og eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Ujkani.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert