Bjóða andstæðingunum náttstað

Stuðningsmenn rölta heim á leið eftir að leiknum var frestað …
Stuðningsmenn rölta heim á leið eftir að leiknum var frestað þangað til á morgun. AFP

Þýska liðið Borussia Dort­mund bendir stuðningsmönnum Monaco á leiðir til að finna náttstað, nú þegar fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hefur verið frestað um sólarhring.

Leiknum var frestað eftir að þrjár sprengjur sprungu við liðsrútu Dortmund þegar það var á leið á West­fal­len-völlinn. Marc Bartra, varnarmaður Dortmund, slasaðist en ekki er talið að meiðsli hans séu alvarleg.

Þýska liðið bendir stuðningsmönnum Monaco á að nota myllumerkið #bedforawayfans til að finna gistingu í þýsku borginni í nótt. Þar má sjá bæði stuðningsmenn Monaco biðja um pláss og stuðningsmenn Dortmund að bjóða pláss.

Leikmenn Monaco tóku létta æfingu á vellinum.
Leikmenn Monaco tóku létta æfingu á vellinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert