Þýska liðið Borussia Dortmund bendir stuðningsmönnum Monaco á leiðir til að finna náttstað, nú þegar fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hefur verið frestað um sólarhring.
Leiknum var frestað eftir að þrjár sprengjur sprungu við liðsrútu Dortmund þegar það var á leið á Westfallen-völlinn. Marc Bartra, varnarmaður Dortmund, slasaðist en ekki er talið að meiðsli hans séu alvarleg.
Þýska liðið bendir stuðningsmönnum Monaco á að nota myllumerkið #bedforawayfans til að finna gistingu í þýsku borginni í nótt. Þar má sjá bæði stuðningsmenn Monaco biðja um pláss og stuðningsmenn Dortmund að bjóða pláss.
#bedforawayfans room for two persons in Dortmund.
— KlecMac (@KlecMac) April 11, 2017
I've got a free Double bed to offer in Dortmund City South #bedforawayfans
— Mentor 4 Free (@AngelForFree) April 11, 2017
I have one place in Dortmund. #bedforawayfans
— Gian Marco Schwier (@Ikarus_Airline) April 11, 2017
#BedForAwayFans
— Arnaud Ferraro (@arnaudferraro) April 11, 2017
2 nice and cute men looking for accommodation for that night. We pay breakfast tomorrow.