Meiðsli Bartra ekki alvarleg

Leikmenn Mónakó á vellinum eftir að kom í ljós að …
Leikmenn Mónakó á vellinum eftir að kom í ljós að leiknum var frestað. AFP

Marc Bartra, leikmaður Borussia Dortmund, er ekki alvarlega meiddur eftir sprengingarnar sem liðsrúta þýska knattspyrnufélagsins varð fyrir á leið sinni í leik gegn Mónakó í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 

Bartra var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið, en nú er komið í ljós að hann meiddist lítillega á hendi. Leiknum var frestað í kjölfar sprenginganna og fer hann fram kl. 16:45 á morgun. 

Danijel Subašić, markmaður Mónakó, hefur tjáð sig um atvikið. 

„Við vorum mættir á völlinn og vorum í öruggum höndum en þrátt fyrir það er tilfinningin ömurleg. Í staðinn fyrir að hlaupa inn á völlinn og spila í Meistaradeildinni sátum við þöglir í klefanum okkar,“ sagði hann. 

Uppfært kl 21:40.

Mark Bartra er á leiðinni í aðgerð þar sem hann er handarbrotinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert