Sprengjuárás á liðsrútu Dortmund

Lögreglan er vel á verði fyrir utan völlinn.
Lögreglan er vel á verði fyrir utan völlinn. AFP

Ráðist var á liðsrútu þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund er það lagði leið sína að Westfallen-vellinum fyrir leikinn gegn Mónakó í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sprengja sprakk nærri henni, með þeim afleiðingum að nokkrar rúður brotnuðu. 

Marc Bartra, leikmaður liðsins er svo á leiðinni á sjúkrahús vegna meiðsla sem hann varð fyrir vegna sprengjunnar, en ekki er vitað hversu alvarleg þau eru eða hvort leiknum verði frestað. 

Lögreglan í Dortmund gat ekki sagt til um hvort skipulögð árás hafi átt sér stað, en mbl.is mun færa ykkur fréttir af málinu um leið og þær berast. 

18:39 - Góðar fréttir. Meiðslin sem Bartra varð fyrir eru ekki talin alvarleg. 

18:31 - Nú hefur lögrelgan á svæðinu staðfest að þrjár sprengjur sprungu á svæðinu. 

18:30 - Dortmund hefur staðfest að leiknum verður frestað. Hann verður leikinn kl 16:45 á morgun. 

18:14 - Ekki er enn búið að ákveða hvort leikurinn fari fram í kvöld eða honum frestað, en sú ákvörðun verður tekin kl. 18:30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert