Enski knattspyrnumaðurinn Nigel Reo-Coker verður samherji Guðmundar Kristjánssonar hjá norska B-deildarliðinu Start en hann skrifar í dag undir eins árs samning við félagið að því er fram kemur í TV2 í Noregi.
Coker, sem er 32 ára gamall, er fyrrum fyrirliði Aston Villa og á 23 leiki að baki með U21 ára liði Englendinga, hefur verið til reynslu hjá Start síðustu daga og í dag verður hann kynntur til leiks sem nýr leikmaður Start.
Reo-Coker hefur spilað 222 leiki í ensku úrvalsdeildinni með West Ham og Aston Villa en hann var síðast á mála hjá kanadíska liðinu Montreal Impact.