Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsø, var útnefndur maður leiksins í öðrum leiknum í röð hjá norska blaðinu Verdens Gang fyrir frammistöðuna í 1:1 jafntefli liðsins gegn Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Aron fékk 7 í einkunn fyrir frammistöðu sína og var hæstur í einkunnagjöf Verdens Gang ásamt samherja sínum Morten Gamst Pedersen.
Aron er í sjötta sæti allra leikmanna í deildinni í einkunnagjöf norska blaðsins með meðaleinkunnina 5,80 en Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í fjórða sætinu með meðaleinkunnina 6.