Jóhann Ingi Hafþórsson
„Við höfum lagt mikið á okkur á æfingum í vikunni og við erum spenntir að fá að takast á við þetta verkefni. Þetta er mikilvægasti leikurinn okkar í þessari undankeppni og það væri stórt skref í áttina að sæti á HM að ná að vinna," sagði Luka Modrić, fyrirliði króatíska landsliðsins í knattspyrnu á fréttamannafundi í Laugardalnum í kvöld.
„Við höfum spilað mikið við Ísland undanfarið og við vitum hversu sterkt liðið er, sérstaklega á heimavelli. Ég hef hins vegar trú á okkar styrkleikum og við ætlum að koma hingað til að vinna."
Hvað man Modrić eftir frá síðustu heimsókn til Íslands?
„Fyrsta sem mér dettur í hug er skítakuldi. Þetta var erfiður leikur og það var lítið um færi. "
Modrić hrósaði Gylfa Sigurðssyni sérstaklega.
„Helsti styrkleiki Íslands er liðsheildin en Gylfi hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni og efstu deild í Þýskalandi. Hann er virkilega góður leikmaður," sagði Luka Modrić