Óvæntur sigur Katar á HM

S-Kóreumaðurinn Son Heung- Min sækir að leikmanni Katar.
S-Kóreumaðurinn Son Heung- Min sækir að leikmanni Katar. AFP

Katar heldur í veika von um að komast í úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári eftir 3:2 sigur gegn S-Kóreumönnum í Doha.

Hasan Al-Haydos skoraði sigurmarkið á 75. mínútu eftir að S-Kóreumenn höfðu jafnað metin í 2:2 eftir að hafa lent 2:0 undir.

S-Kóreumaðurinn Heung-Min leikmaður Tottenham fór meiddur af velli á 33. mínútu og er óttast að hann hafi handleggsbrotnað.

Í hinum leiknum í öðrum tveggja af úrslitariðlum Asíu gerðu Sýrland og Kína 2:2 jafntefli eftir að Sýrlendingar höfðu komist í 2:0.

Tvær efstu þjóðirnar í riðlinum komast á HM og liðið í þriðja sæti fer í umspil gegn þriðja liði í hinum úrslitariðli Asíu, en sigurliðið þar leikur við fjórða lið Norður- og Mið-Ameríku.

Íran er þegar búið að tryggja sér HM-farseðilinn en liðið er með 20 stig í efsta sæti. S-Kórea er með 13, Uzbekistan 12, Sýrland 9, Katar 7, Kína 6.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka