Sölvi Geir farinn frá Buriram

Sölvi Geir Ottesen er nú án félags.
Sölvi Geir Ottesen er nú án félags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Sölvi Geir Ottesen hefur yfirgefið taílenska félagið Buriram United. Hann staðfesti þetta á Instagram-síðu sinni á miðvikudaginn var. Sölvi er nú án félags og er óljóst hvað tekur við hjá miðverðinum. 

Sölvi gekk í raðir Buriram frá kínverska félaginu Wuhan Zall í febrúar á þessu ári. Hann lék 12 leiki fyrir liðið og skoraði í þeim eitt mark. Buriram er sem stendur í 2. sæti taílensku deildarinnar. 

„Ég vil þakka stuðningsmönnum Buriram fyrir stuttan en góðan tíma. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur,“ stóð á Instagram-síðu Sölva. 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BVUfLtDl3RM/" target="_blank">I want thank you Buriram fans for short But great time it was a pleasure to play in front of you guys 👋🏼 #buriramunited #whatnext 🤔</a>

A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Jun 14, 2017 at 5:32am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert