Anna Björk skoraði í góðum sigri

Anna Björk skoraði í dag.
Anna Björk skoraði í dag. mbl.is/Golli

Anna Björk Kristjánsdóttir skoraði fyrsta mark Limhamn Bunkeflo sem vann Gautaborg, 5:2, á heimavelli í sænsku A-deildinni í knattspyrnu í dag. Mark Önnu kom eftir aðeins þrjár mínútur og fór lið hennar upp fyrir tvö lið með sigrinum og upp í 4. sæti. Anna spilaði allan leikinn. 

Glódís Perla Viggósdóttir var allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Eskilstuna sem tapaði fyrir toppliði Linköping, 2:0, á heimavelli. Andrea Thorisson var allan tímann á varamannabekk Rosengård sem vann 2:0 útisigur á Piteå. 

Linköping er með 30 stig og fimm stiga forskot á Rosengård eftir 11 umferðir. Eskilstuna er í 3. sæti, fimm stigum á eftir Rosengård og Lumhamn Bunkeflo er nú komið í fjórðasæti, fjórum stigum á eftir Eskilstuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert