Aron sagður of dýr fyrir Twente

Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson. AFP

Hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente hefur gefist upp á að reyna að fá Aron Sigurðarson, landsliðsmann í knattspyrnu, frá norska félaginu Tromsø.

Frá þessu greina hollenskir miðlar og segja að Tromsø hafi krafist þess að fá hálfa milljón evra fyrir Aron, jafnvirði tæplega 60 milljóna króna, fyrir kappann.

Samkvæmt RTV Oost bauð Twente fyrst 100.000 evrur fyrir Aron, og því næst 250.000. Tromsø vildi hins vegar hálfa milljón „og það eru peningar sem við eigum ekki til. Við munum því skoða aðra kosti, því miður, því við hefðum gjarnan viljað fá hann,“ sagði Jan van Halst, yfirmaður íþróttamála hjá hollenska félaginu.

Aron var í liði Tromsø í gær þegar liðið tapaði 2:0 fyrir Haugesund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert