Sölvi fór beint í lið Guangzhou

Sölvi Geir Ottesen er kominn á fullt með Guangzhou R&F.
Sölvi Geir Ottesen er kominn á fullt með Guangzhou R&F. Ljósmynd/gzrffc.com.cn

Sölvi Geir Ottesen lék í morgun sinn fyrsta leik með sínu nýja félagi, Guangzhou R&F, í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann samdi við það í vikunni.

Guangzhou R&F sótti þá Changchun Yatai heim og beið lægri hlut, 3:2. Odion Ighalo, fyrrverandi leikmaður Watford, var Sölva og félögum erfiður og gerði tvö marka Changchun, sigurmarkið á 89. mínútu.

Sölvi lék allan leikinn í stöðu miðvarðar hjá Guangzhou sem er nú í 8. sæti af 16 liðum í deildinni með 24 stig að 17 leikjum loknum. Sölvi samdi um að leika með félaginu út þetta tímabil en hann lék með Buriram United í Taílandi fyrri hluta ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert