Færeyjar, mótherji íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins á mánudag, steinlágu í fyrsta leik sínum í riðlinum þegar Tékkar komu í heimsókn. Lokatölur urðu 8:0 fyrir Tékkum.
Staðan í hálfleik var 6:0 og létu Tékkar sér nægja að bæta tveimur mörkum við eftir hlé. Tereza Kozarova skoraði þrennu, en um var að ræða fyrsta leik riðilsins.
Ísland mætir Færeyjum á Laugardalsvelli á mánudag og Þjóðverjum og Tékkum úti í október.