Atli Eðvaldsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari sænska C-deildarliðsins Kristianstad.
Atli tekur við þjálfun liðsins af Joakim Persson sem var rekinn frá störfum vegna slaks árangurs liðsins en liðið er í 9. sæti af 14 liðum í deildinni.
Einn Íslendingur leikur með liði Kristianstad en það er Bjarni Mark Antonsson sem hefur spilað með KA og Fjarðabyggð.
Atli hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum. Hann hefur þjálfað HK, ÍBV, Fylki, KR, Þrótt Reykjavík, Val, Reyni Sandgerði og Aftureldingu sem var síðasta liðið sem hann stýrði árið 2014.